Endalausar afmælisgjafir

A.lið Gunni,Haffi,Jón,Óli
B.lið Atli,Dabbi,Jói,Hákon

Já Tækklarinn átti afmæli og fékk titilinn í afmælisgjöf.Jörgen veikur heima og þar með sigur í deildinni í höfn.Og eins og það væri ekki nóg þá drógu feðgarnir Dabbi og Hilmar út lið sem yrði afar erfitt að tapa með.Og leikurinn byrjaði með tveimur mörkum frá Óla og félögum.Það kemur alltaf upp í hugann metið fræga en b.liðar voru fljótir að stöðva þá hugsun með því að skora eitt og síðan annað og leikurinn byrjaði nokkuð jafnt.Liðin skiptust á að skora og skoruðu frekar mikið.Þegar tuttugu og sjö mínútur voru búnar var staðan eitt í plús fyrir a.liða og allt í járnum. Fimm mínútum síðar var leikurinn búinn.Á þessum mínútum skoruðu Tækklarinn og félagar sjö mörk.Allavega þrjú í bakið á þeim b.mönnum og hin flest frekar ódýr.Eitthvað náðu þeir að klóra í bakkann en síðan kom reyðarslagið.Hákon fékk tak í kálfann og þurfti að hætta.Gunni og hans menn buðu mönnum að skrá skorið sem var þá en Dabbi vildi endilega halda áfram þrír á þrjá og leikurinn endaði fljótlega með tíu marka sigri a.manna. Leikurinn hefði sennilega endað með sömu tölu og væntanlega sanngjarnt að halda áfram en kannski eitthvað síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki týpískt með þessa austur evrópubúa (Jörgen), þegar möguleikinn er til staðar og smá pressa er á kallinum þá hrynur hann í bælið.

Jói ég er búinn að finna sálfræðing sem sérhæfir sig í tvíburum. Þið bræður fáið sitthvorn tímann frítt í gegnum mig. Þú tekur bara báða tímana og þykist vera Gunnar í hinum tímanum.

koeman (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 14:47

2 identicon

Þegar ég sá hvernig dregið var fylltist ég bjartsýni en þegar menn tala um að menn eiga afmæli var allur vindur úr mér. Samviskan min segir að sigra menn á afmælisdögum er það sama og sparka í liggjandi mann. Þú mátt hlægja frændi ég er byrjaður að æfa fyrir næst timabil og fer í sundlaugarnar ekki til að liggja í pottinum. Ég trúi því að ég mun berjast um toppinn næsta tímabil. Hef fulla trú á þjálfuninni.

SERIA A (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband