A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón
B.lið Haffi,Jörgen,Óli,Hákon
Jói kallinn mætti ekki til að halda áfram sigurgöngunni og hljóp Hákon í skarðið eins og vanalega.Alltaf hægt að treysta á hann jafnvel þó hringt sé klukkan 17:10.Engin þynnka virtist sitja í mönnum í þetta skiptið og byrjuðu menn að skora strax.Þar var að verki a.liðið og héldu þeir frumkvæði framan af.Aldrei voru b.liðar þó langt undan og munaði mest þremur mörkum í tímanum.Eftir um það bil tuttugu mínútur voru Atli og co einmitt með þriggja marka forystu og þá kom smá skellur.Jörgen náði vippu yfir Dabba og fljótlega annarri yfir öxlina á Atla og hans menn komust á skrið.Komust frammúr og var völlur á þeim.Það hafði nú kannski meira með varnarbreytingar að gera hjá þeim en beinlínis vippurnar.En sem sagt þegar tíminn var rúmlega hálfnaður var staðan tvö mörk þeim í vil.Ekki gáfust a.menn upp og upphófst nú æsispennadi tími þar sem liðin skiptust á að vera yfir.Og þegar um átta mínútur voru eftir voru Óli og hans menn tveimur yfir.Þá fengu þeir þrjú mörk í bakið á stuttum tíma og panikkuðu eitthvað og Tækklarinn og félagar nýttu sér það og skoruðu tvö í viðbót og héldu síðan boltanum síðustu tvær mínúturnar við lítinn fögnuð Haffa og hans manna.Leikurinn endaði semsagt með þriggja marka sigri a.liðsins og var hefndin fyrir KR leikinn sæt.
Íþróttir | 22.11.2011 | 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jón
B.lið Haffi,Jói,Jörgen,Óli
Af því ég sit núna og skrifa þetta með Tuborg Julebryg þá er mesta reiðin horfin.En fyrir nokkrum klukkutímum síðan tók undirritaður þátt í leiðinlegasta fótboltaleik sem hann hefur spilað.Tíminn byrjaði ömurlega hægt og rólega og fyrsta markið kom eftir sjö mínútur.Næsta kom eftir aðrar sjö.Þegar tuttugu og fimm mínútur voru búnar var staðan 2-2.Það sem gerðist eftir það var merkilegt.Haffi og co. byrjuðu að setja hvert markið af öðru sem átti lítið með fótbolta að gera.Allt hopp og bopp á boltanum virtist ganga í lið með þeim og inn þvældist boltinn.Á meðan á þessu stóð voru Double í afmælisgjöfinni í sitthvorri ógeðslegu KR treyjunni og virtist ekki líða illa,alveg óskiljanlegt.En fljótlega eftir hálfleik sem Óli tók alveg sér og sjálfur af því það slitnaði reim í skónum hans og stóð hléið yfir í fimm til sex mínútur þá lifnaði aðeins við a.mönnum og náðu þeir að laga stöðu sína smávegis.Þeir höfðu verið komnir sex mörkum undir en komu örlítið til baka og eygðu smá von á að ná sömu úrslitum og síðast.Fyrir utan hálfleikinn hjá Óla þá fengu allir hinir í b.liðinu boltann í hreðjarnar og þurfti að stoppa leikinn þess vegna.Eins og kanski sést á pistlinum þá var Tækklaranum ekki skemmt yfir þessu og var frammistaða hans engu betri en annarra hvorki í sínu liði né í b.liðinu sem reyndar stóð sig í alla staði betur en andstæðingar þeirra.Þegar um tíu mínútur voru eftir reyndu Dabbi og co aftur við sex marka bilið og varð nokkuð ágengt.þeir komust í þriggja marka mun og fengu boltann.En eins og og áður gáfu þeir á andstæðinginn og fengu mark í bakið og vonin hvarf.Jörgen og félagar röðuðu svo nokkrum og endaði leikurinn með sjö marka sigri þeirra.Tækklarinn vonar að Double leggi helv. afmælisgjöfinni og hann þurfi aldrei að horfa á KR treyju afur í þessum sal.
Íþróttir | 15.11.2011 | 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íþróttir | 15.11.2011 | 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A.lið Atli,Jói,Jón,Jörgen
B.lið Dabbi,Gunni,Haffi,Óli
Já double eiga afmæli í dag og það verður mögnuð veisla á laugardag en Dabbi klikkaði ekki og kom með súkkulaðitertu og að sjálfsögðu með henni ískalda mjólk,Snillingur.Boltinn byrjaði á rólegu skori og frekar jöfnu.Guðni og Fúsi voru mættir til að kíkja á boltann og afmælisbörnin sem samkvæmt töflu voru í sitthvoru liðinu.Þegar tíminn var hálfnaður var staðan eitt mark í plús fyrir a.liðið og í heildina sennilega 4-3.En þá fóru hlutirnir að gerast aðeins hraðar.Jói og félagar skoruðu tvö í röð og nú fóru mörkin að koma á færibandi.Sóknirnar urðu hraðari og fleiri mistök voru gerð og meira að segja voru reyndar nokkrar vippur.Sem reyndar heppnuðust ekki.Það voru samt Atli og co. sem skoruðu oftar og forskotið jókst smám saman í fjögur og var svo á bilinu tvö til fjögur mörk.Ekki veit ég hvort það var af því að Gunni fékk eina slæma byltu og Dabbi meiddist eitthvað líka en þeir bara náðu ekki að jafna.og á endanum vann a.liðið með fimm mörkum.
Íþróttir | 8.11.2011 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
A.lið Atli,Dabbi,Jói,Jón
B.lið Gunni,Haffi,Jörgen,Óli
Tækklarinn biðst afsökunar á að færslan komi þetta seint en ég gleymdi að skrifa hana á þriðjudagskvöldið og hef bara ekki komið henni í dagskrá fyrr en nú.Það var eitt afmælisbarn í hópnum og óskum við Atla til hamingju.Þegar það gerist að undirritaður klikkar á að setja inn leikinn samdægurs þá er það nú þannig að hann er oftast búinn að gleyma mestu um leikinn.Ekki er það nú alveg svo í þetta skiptið því leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en samt var b.liðið oftast í forustu.Leikurinn endaði samt með jafntefli.
Íþróttir | 7.11.2011 | 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Íþróttir | 31.10.2011 | 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
A.lið Atli,Jón,Óli,Hákon
B.lið Dabbi,Haffi,Jói,Jörgen
Já það var magnað að sjá skiptinguna.Hákon kom í staðinn fyrir Gunna og Brimborgardrengir og hann drógust saman.Tíminn byrjaði líflega og það voru b.liðar sem opnuðu markareikninginn með þremur mörkum.Atli og co. jöfnuðu strax og átti þetta munstur eftir að verða lífseigt í timanum.Haffi og hans menn ávallt á undan að skora og settu eitt,tvö eða þrjú og a.menn náðu síðan að jafna eða því sem næst.Eftir um fimmtán mínútna leik gerðist nokkuð merkilegt.Tækklarinn þrumaði á markið og hitti ekki eins og svo oft enn boltinn fór í vegginn og var á mikilli ferð framhjá Jörgen þegar honum dettur í hug að vinda eitthvað upp á sig og boltinn sleikir fjölskyldudjásnin(samt ekki þægilega) og hann liggur killiflatur. Honum er bent á félag BDSM á Íslandi ef þetta er eitthvað sem hann fílar.Það var sama hvað Óli og co. reyndu aldrei náðu þeir að komast yfir.Helst var það mörkin sem þeir fengu í bakið sem skildi liðin að.Þau urðu að minnsta kosti fjögur sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.Annars var frekar mikið skorað í kvöld og þar af leiðandi varnirnar ekkert til að hrópa húrra fyrir.Þegar um fimm mínútur voru eftir var staðan þrjú í plús fyrir Jóa og félaga og a.liðar settu allt í að jafna.Þeim tókst það þegar lítið var eftir og b.liðar brunuðu í sókn.Ekki tókst þeim að skora í henni og a.menn náðu boltanum og sóttu nú hart.Klukkan á veggnum var komin yfir tímann þegar þeir misstu boltann og Jói gaf langan bolta fram þar sem Haffi og Tækklarinn voru og náði Haffi að skalla boltann framhjá Tækklaranum og á eina staðinn í markinu sem ekki var blokkaður alveg út við stöng. A.liðar reyndu að keyra fram en þá opnaðist hurðin og leiknum lauk semsagt með eins marks sigri Dabba og co.
Íþróttir | 26.10.2011 | 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íþróttir | 25.10.2011 | 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar