Og svo næsti leikur

A.lið Gunni,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Haffi,Jói

Eins og sést á þessum færslum klikkaði Tækklarinn á að blogga um fyrsta tímann og koma því tvær töflur upp á morgun.En tíminn í kvöld byrjaði með látum og tveimur mörkum frá a.liðinu.Dabbi og hans menn svöruðu strax fyrir sig og komust einn yfir fljótlega.Mikið var skorað og voru b.liðar oftast á undan eftir þetta og héldu tveggja og þriggja marka forystu lengi vel.Engar voru vippurnar eins og síðast en mörkunum hreinlega rigndi inn hvort sem var innan úr boxi eða langskotum.Um miðbik leiks náðu Gunni og félagar að jafna en b.menn voru snöggir í tvo aftur.Þá skoruðu Óli og co þrjú í röð og komust yfir en misstu það líka frá sér.Þegar um tuttugu mínútur voru eftir gerðist tvennt.Gunni ákvað að hann þyrfti að lensa og Óli fór að sóla sjálfan sig í gríð og erg á kantinum.Þessi tvö trikk (og kannski það að Tækklarinn fór úr markinu) urðu til þess að Haffi og co. misstu einbeitinguna og a.liðar gengu á lagið.Þeir náðu algjörlega að loka á allt nema skotin frá Atla sem enduðu síðan öll í tréverkinu.Ef það var ekki nóg að það færi í stöng þá fóru þau í bæði slá og stöng.Rólega sigu a.liðar frammúr og komust í tvö í plús þegar rúmar fimm mín. voru eftir.Þá komu nokkrar sóknir þar sem ekkert var skorað en eftir að Gunni og félagar bættu við einu náði Haffi að troða inn einum bolta og leikurinn endaði með tveggja marka sigri Jörgens og hans manna.


Og þá byrjaði rúllið

A.lið Haffi,Jói,Jón,Óli

b.lið Atli,Dabbi,Gunni,Jörgen

Þetta er leikurinn sem var leikinn fyrir viku síðan.Þrátt fyrir að á pappírunum liti a.liðið betur út að mati Tækklarans þá varð þetta hörkuleikur þar sem frekar mjótt var á mununum og b.liðar gáfu allt í leikinn.Reyndar komust Haffi og co. í sjö í plús einu sinni en Atli og félagar komust nokkrum sinnum niður í tveggja marka mun.Leikurinn endaði síðan með fimm marka sigri a.liðsins 


Boltinn byrjar að rúlla í kvöld

Já drengir boltinn byrjar strax í kvöld gaman gaman.

15.Umferð Tækklarinn hafði þetta af

HAUST11.15

Minnsti munur á efsta og neðsta sæti síðan elstu menn muna.Athyglisvert að sjá að mætingin er 97% en samt raðast þeir sem mættu 100% í efstu fjögur sætin.Takk fyrir gott mót


Lokaleikur og úrslit ráðast

A.lið Jói,Jón,Jörgen,Óli

B.lið Atli,Dabbi,Gunni,Haffi

Það er ekki laust við að það hafi verið spenna í loftinu fyrir lokaumferðina.Áhorfendurnir okkar Gummi og Guðni mættir til að fylgjast með og þegar ofaná það bættist að ákveðið hafði verið að slútta með smá Jólabjórsmökkun þá var Tækklarinn alveg að fara á límingunum.Sex tegundir af jólabjór sem bíða eftir smökkun er eins og tíu ára krakki þurfi að bíða eftir jólunum sjálfum.En að boltanum leikurinn einkenndist af því að liðin skiptust á að skora nokkur mörk.Atli og co. byrjuðu á þremur og síðan svöruðu a.menn með þremur og aftur fóru b.liðar yfir.Um miðjan tíma var enn allt í járnum en þá ákvað Tækklarinn að bjóða uppá smá sýningu og setti eina vippu og náði einum tvöföldum klobba.Með þessu og að sjálfsögðu frábærum mörkum eftir gott spil frá Jóa var staðan allt í einu orðin átta mörk í plús fyrir þá og þeirra félaga.En með öflugu átaki breyttu Haffi og co stöðunni í þrjá á stuttri stundu.Mörkin í þeirri syrpu voru flest af sama toga og þegar a.menn breyttu uppstillingunni aðeins náðist að stöðva þann leka.Nú var hart barist því lítið var orðið eftir af tímanum.En það var sama hvað Dabbi og félagar reyndu þeir komust ekki nær og á endanum bættu Jörgen og co. við tveimur mörkum og leikurinn endaði því með fimm marka sigri þeirra.Enda hvernig á leikur að fara þegar Jörgen skorar tvö með hægri og Óli skorar með skalla ég bara spyr.Jólabjórinn rann svo mjúklega niður nema olían sem einhver kom með tvær flöskur af hún var algjör viðbjóður.


14.Umferð Spennan mögnuð fyrir lokaumferð

HAUST11.14

Það geta allir hækkað sig nema Haffi og Dabbi


Brjálæðið heldur áfram

A.lið Atli.Jói,Jón,Jörgen

Dabbi,Gunni,Haffi,Óli

Mikil spenna var í loftinu og tíminn fór rólega af stað.Fyrsta markið kom eftir tíu mínútur og voru a.liðar þar að verki.Þeir skoruðu líka næsta mark en Dabbi og co. svöruðu loks og voru þá liðnar sautján mínútur af leiknum.Þeir náðu síðan fljótlega að jafna.Atli og hans menn skoruðu síðan eitt og þegar tíminn var akkúrat hálfnaður skoraði Óli eitt af "sínum" mörkum.Hann var kominn nánast upp að endalínu og reyndi skot að ég held sem fór í endavegginn mjög nálægt markinu frá veggnum í Jóa sem stóð alveg upp við stöngina en samt fór boltinn af honum í stöngina og inn.Fullkomið Óla mark.Stuttu seinna átti Tækklarinn klúður kvöldsins þegar hann náði frákasti frá eigin marki plataði Haffa með en setja boltann í rimlana og hljóp framhjá honum náði boltanum og lagði hann framhjá af löngu færi og náði boltanum meira að segja aftur  frá veggnum en kom honum ekki inn.Hann kvittaði reyndar fyrir með því að ná að teygja sig í bolta hinu megin setja hann í hliðarvegg framhjá Haffa og svo lak boltinn í netið.Á nokkrum mínútum komust a.liðar í þriggja marka forystu og um það bil tuttugu mínútur eftir.Það sem gerðist eftir það var mjög sérstakt.Jörgen og félagar spiluðu þriggja til fjögurra mínútna sóknir og misstu á endanum boltann.En sóknir þeirra Gunna og hans manna báru ekki mikinn árangur og á þessum tuttugu mínútum sem eftir voru skoruðu þeir einungis tvö mörk sem kom heildarskori tímans í tíu níu fyrir Jóa og hans lið.Mér er til efs að skorið hafi nokkurntímann verið svona lágt.Og það án þess að miklar tafir hafi orðið á leiknum eða hann verið leiðinlegur á nokkurn hátt.Nema náttúrulega fyrir þá sem töpuðu.Þessi úrslit setja líka mikla spennui í lokaleikinn næsta þriðjudag.


13.Umferð Sjaldan jafn jafnt

HAUST11.13

Jörgen getur enn unnið og allir sem vinna báða síðustu geta hækkað um 2 sæti held ég nema þeir sem eru í fyrsta og öðru náttúrulega.


Stuð fjör og læti

A.lið Atli,Dabbi,Jói,Jón

Gunni,Haffi,Jörgen,Óli

Já það var heldur betur stuð í kvöld.Tíminn byrjaði strax með þokkalegu skori og voru Atli og co. á undan í því til að byrja með.Aldrei náðu þeir þó að slíta b.menn frá sér og komust Tækklarinn og félagar mest í þriggja marka forustu.Þegar um tuttugu mínútur voru búnar tóku Óli og hans menn hinsvegar til sinna ráða og byrjuðu að  saxa á forskotið og þegar tíminn var hálfnaður þá komust þeir yfir.ekki nóg með það þá byrjuðu þeir að hlaða á forskotið og komust í fimm marka forystu á næsta korteri.Eitthvað reyndu a.liðsmenn að klóra í bakkann og komust niður í tvö og voru með boltann.En gerðu þá klaufaleg mistök og staðan varð strax fjögur mörk aftur.Baráttan var jafn aðdáunarverð og mistökin voru skelfileg trekk í trekk.En ekki skal  tekið af Haffa og co. að þeir nýttu vel öll mistök sem a.liðar gerðu.Því fór svo að lokum að þeir unnu leikinn með þremur mörkum og voru vel að því komnir.Tækklarinn sem er jaxl getur samt ekki látið hjá líðast að minnast á meðferðina sem hann fékk í tímanum.Hann er með stokkbólgna stórutá á hægra fæti og það var stappað á henni við hvert tækifæri allavega fimm sinnum og svo fannst honum mjög vafasamt þegar Júgóvits fleygði sér í gólfið fyrir framan hann þegar hann var að missa kallinn framúr sér og vældi og emjaði.Típískur Júggi.


12.Umferð Enn séns á rematch

HAUST11.12

Magnað hversu litlu munar á mönnum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband